Fljótandi spilavíti

Þeir sem hafa gaman af ferðalögum, fjárhættuspili og alvöru spilavítum gætu kannski hugsað sér að skella sér í skemmtiferðasiglingu. Miðað við hátt gengi krónunnar þess daganna þarf tveggja vikna ferð með lúxus skemmtiferðaskipi og fullkomnu spilavíti ekki að kosta svo mikið. Og ef vel gengur gæti ferðin jafnvel borgað sig sjálf. Hægt er að velja um ferðir sem taka frá einum degi og ferðir sem taka meira en tvær vikur, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Ferðaskrifstofan Gamanferðir er með samning við tvö skipafélög: Princess Cruises og Carnival Cruises. Gamanferðir geta gerst milligöngumenn og aðstoðað þá sem vilja bóka sjálfir og fara á eiginn vegum, en ferðaskrifstofan ætlar einnig að bjóða upp á skipulagðar ferðir þar sem íslensk fararstjórn verður í boði um borð í skipunum.

Princess Cruises skipafélagið hefur verið starfrækt í meira en 50 ár og rekur 18 skemmtiferðaskip. Milljón farþegar sigla með félaginu hvert ár með viðkomu á meira en 280 áfangastöðum í öllum heimsálfum. Aðstaðan og þjónustan um borð er fyrsta flokks, þar er allt til alls og þar á meðal gæða spilavíti, sem hentar bæði byrjendum og atvinnumönnum.

Spilavítið er búið öllum helstu leikjunum. Þar er að finna allar gerðir af spilakössum, teningaspil, rúllettu, blackjack og póker. Einnig er hægt að spila bingó, og allir geta sótt námskeið um hvernig best er að bera sig að. Svo er líka alltaf hægt að skrá sig í keppnir, þar sem keppt er við aðra farþega í ýmsum leikjum, hvort sem það er póker, bingó eða kassarnir. Spilavítin um borð í skipum Princess Cruises starfrækja einnig klúbb sem er opinn öllum gestum spilavítisins. Þar eru ýmis fríðindi í boði og góð kjör fyrir þá sem eru stórtækir spilarar.

Ferð með skemmtiferðaskipi gleymist seint, sérstaklega ekki með jafn glæsilegum flota og Princess Cruises hefur upp á bjóða. Það er óhætt að segja að leikgleðin fái að njóta sín í slíkum ferðum.