Spilavíti við Íslandsstrendur?

Það kemur reglulega upp umræðan um hvort rýmka eigi reglur um fjárhættuspil, sem eru mjög strangar hér á landi. Enn sem komið er að verða menn að nýta síður á netinu eins og Spin Palace casino app, en af nógu er að taka. Með auknum fjölda skemmtiferðaskipa sjá menn ný tækifæri líkt og árið 2013, þegar Iceland Excursions var í viðræðum við erlend skemmtiferðaskipafélög.

Tvö erlend fyrirtæki í bransanum höfðu þá samband við ferðaþjónustu Iceland Excursions og lögðu fram tillögu um að sigla skipi eða skipum hingað að vori og fara til baka að hausti. Skipin áttu að nýtast bæði íslendingum og erlendum ferðamönnum til að koma um borð og nýta sér þjónustu, fá sér veitingar og kaupa tollfrjálsar vörur og jafnvel gistingu. Skipið eða skipin þyrftu jafnvel ekki að sigla neitt, aðeins nýta sér tollalögin, sem tekið höfðu gildi árið áður.

Þar kvað á um að skemmtiferðaskip sem eru skráð erlendis megi og geti veitt tollfrjálsa þjónustu við strendur landsins. Þar með var opnað á að skip gætu legið úti rétt fyrir utan ströndina og boðið upp á tolfrjálsan varning og veitingar ásamt annarri þjónustu, sem strangar reglur gilda um hér á landi, til dæmis spilavíti og næturklúbba.

Möguleikarnir virðast endalausir, til dæmis væri hægt að lágmarka kostnað vegna hækkaðs olíuverðs og bjóða upp á einskonar „Bótel“, það er gistingu um borð í bát eða skipi sem siglir nánast ekki neitt, en liggur nærri landi og býður upp á sömu lystisemdir og þjónustu og hefðbundin skemmtiferðaskip.

Þessi hugmynd, að minnsta kosti sú sem sneri að starfssemi spilavíta og næturklúbba var þó fljótlega kæfð í fæðingu af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem benti á að nýja ákvæðið væri eingöngu lögfest til bráðabirgða og að skipaður hafði verið starfshópur til að skilgreina þessa undanþágu með skýrari hætti í tollalögum en áður.